top of page

Öryggisbúnaður
 

Það er ekkert mikilvægara en að börnin séu í öruggum höndum og að allur aðbúnaður sé eins og best verður á kosið. 

 

Við útvegum að sjálfsögðu öll reiðtygi eins og beisli, reiðmúl og hnakk með öryggisístöðum.

Allir nemendur fá reiðhjálma við hæfi og gætum við vel upp á að hjálmarnir passi vel og sitji rétt. Öll börnin fá öryggisvesti sem veitir vörn gegn áverkum á baki og dregur úr áhrifum við högg með því að dreifa þrýstingnum á stærra svæði.

Reiðhjálmar og öryggisvestir eru CE vottuð.

Í útreiðartúrum er ávallt gætt fyllsta öryggis. Nemendur verða að fara varlega á hestbaki og hlýta þeim fyrirmælum sem leiðbeinendur setja. Mikilvægt er að hafa í huga að hestar eru lifandi verur sem geta brugðist misjafnlega við aðstæðum í umhverfinu.

290772633_4859634827474855_6855812012062407279_n.jpg
bottom of page